Skilmálar fyrir prentun
1. Almennt

1.1      Eftirfarandi skilmálar gilda um allar pantanir viðskiptavina á vörum og framleiðslu Samskipta.  Gangist viðskiptavinur ekki undir neðangreinda skilmála mun beiðni hans um viðskipti verða hafnað.
 
1.2      Skilmálar þessir verða endurskoðaðir án fyrirvara ef þörf krefur og breytingar geta tekið gildi án þess að til birtingar þeirra komi fyrirfram.

2.  Skyldur kaupanda

2.1    Kaupandi þjónustunnar skal sjálfur ganga úr skugga um að hann hafi heimild til að nýta sér og gera afrit af því myndefni svo og öðru efni háðu lögum um eignar- og afnotarétt sem hann óskar að fá prentað. Gildir þar sú almenna regla að afla verður samþykkis eigenda fyrir allri notkun hugverka, þ.m.t. vegna mynda sem teknar eru af alnetinu. Kaupandi ber einn alla ábyrgð á öllum hugsanlegum brotum gegn hugverkaréttindum þriðja aðila.

2.2    Sé um að ræða ljósmynd af einhverjum öðrum persónum en kaupanda sjálfum skal kaupandi afla sér heimildar frá öllum þeim aðilum áður en myndin er notuð. Í slíkum tilfellum getur Samskipti ehf.krafist þess að kaupandi sýni fram á fullnægjandi sönnun þess að slíkrar heimildar hafi verið aflað.

2.3    Kaupanda er ekki heimilt að gera afrit af prentgrunnum Samskipta. Höfundar- og afnotaréttur af þeim er alfarið í höndum Samskipta ehf.

2.4    Leggi einhver aðili fram kröfur gegn Samskiptum ehf. sökum þess að prentverk hefur brotið gegn hans réttindum (sem dæmi ef kaupandi hefur vanrækt að afla tilskilinna heimilda, sbr. grein 2.2) skal kaupandi einn bera ábyrgð á slíkum brotum og fallast á að bæta Samskipti hf. allan þann skaða sem af slíkum brotum kann að hljótast.

3.  Fyrirvarar Samskipta ehf .

3.1     Samskipti ehf.áskilur sér allan rétt, af hvaða ástæðu sem er, til að hafna hverju því efni sem kaupandi sendir inn til vinnslu. Í slíkum tilfellum skulu kaupanda endurgreiddar þær fjárhæðir sem hann hefur þegar greitt Samskipti ehf. í tengslum við prentverk að undanskildum mögulegum vinnslukostnaði, hafi forsendur tekið breytingum í verkferlinu. Vakni grunur um að innsent efni brjóti í bága við almenn hegningarlög, verður það tilkynnt lögreglu tafarlaust.

3.2     Samskipti ehf.áskilur sér allan rétt til þess að draga til baka prentverkt og stöðva prentun þess. Í slíkum tilfellum skulu kaupanda endurgreiddar þær fjárhæðir sem hann hefur þegar greitt Samskipti ehf. í tengslum við prentverkið að undanskildum mögulegum vinnslukostnaði, hafi forsendur tekið breytingum í verkferlinu.

3.3     Við prentverk getur komið til frávika í litbrigðum, myndgæðum og staðsetningu myndar og annara þátta í prentskjölum. Kaupandi samþykkir að endanleg útgáfa sé háð gæðum þeirrar ljósmyndar eða þess myndefnis sem hann lætur Samskipti ehf í té.

3.4     Hönnun og uppsening getur sætt breytingum af hálfu Samskipta ehf. án fyrirvara.

3.5     Ekki er hægt að afturkalla beiðni eftir að prentun korta hefur farið fram né fá endurgreitt þegar búið er að staðfesta pöntun.

3.8     Prentun prenta verka er virðisaukaskattskyld og ber því virðisaukaskatt samkvæmt lögum þar um.

4.  Trúnaður

4.1     Samskipti ehf.heitir fullum trúnaði er varðar allar þær upplýsingar sem eru gefnar upp í tengslum við viðskiptin.  Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum öðrum kingumstæðum en getið er um í grein 3.1. nema kaupandi sjálfur óski þess.