Hönnun

Ef þú hefur ekki aðgang að hönnuði eða uppsetningarmanni á efni til prentunar, þá er hönnunardeildin okkar tilbúin að taka slíkt að sér. Fast verð á hönnun: Við gefum fast verð í hönnun og uppsetningu efnis til prentunar. Áður en viðskiptavinur samþykkir verð, þá gefum við upp fast verð á hönnun og prentun, þannig að viðskiptavinurinn veit alltaf hvað hann er að fara út í. Hvort sem viðskiptavinur kemur með eigin hönnun til okkar tilbúna til prentunar eða við hönnum, þá er alltaf sama gæða þjónustan hjá okkur. Við ráðleggjum öllum um það sem betur má fara, en að sjálfsögðu ákveður viðskiptavinurinn hvernig við vinnum verkið. Vönduð hönnun: Hönnun prentverks byggir á samvinnu viðskipavinar og hönnuðar. Tryggja þarf að hönnun sé í samræmi við óskir viðskiptavinar. Prufur: Til þess að tryggja góðan árangur, þá fær viðskiptavinur alltaf send sýnishorn í tölvupósti til skoðunar og samþykktar áður en prentað er. Auk þess bjóðum við upp á prentun prufueintaks til að staðfesta að allir litir og efni skili sér eins og viðskiptavinurinn óskar eftir.