Skönnun

Við bjóðum upp á skönnun í miklum gæðum og frábærum litum. Starfsfólk Samskipta í skönnun hefur áralanga reynslu af starfinu og hver skönnun er stillt sérstaklega eftir myndinni til að litir og birtustig haldist rétt. Við bjóðum einnig upp á lagfæringu á gömlum myndum. Þegar búið er að laga myndirnar getum við skilað þeim yfir netið eða á tölvudiski. Hægt er að skanna af ýmis konar efni, t.d. ljósmyndum, veggspjöldum, málverkum, filmum og myndskyggnum.