Plöstun

Plasthúðum og límum upp allar gerðir veggspjalda, barmmerkja, upplýsingaspjalda, landakorta o.fl. Val á ýmsum þykktum og áferðum plasthúðarinnar eru í boði og hentar hver sínum tegundum prentefnis. Plöstun er sérstaklega þægilegt þegar þarf að verja myndir sérstaklega fyrir raka og hnjaski. Auglýsingaspjöld, landakort, teikningar, sýningabásar og skýringamyndir ýmiskonar eru tilvaldar í plöstun, þar sem umgangur og handfjötlun á efninu er mikil og ekki síður á matseðlum þar sem hreinlæti er mikilvægt og þeir fara um margar hendur yfir daginn. Þar er plöstun svo sjálfsögð að ekki ætti að segja neinum til um það. Til dæmis: Myndin á að vera slétt og flöt. Þá setjum við hana á plötu og plöstum yfir með möttu eða glansandi plasti. Matt plast dregur úr glampa frá ljósgjöfum á meðan glansandi plasthúðun getur gefið myndinni dýpt og skerpu í litum og víddum. Leitið frekar upplýsinga hjá sölufulltrúum okkar í síma 580 7820 eða sendið okkur tölvupóst á sala@samskipti.is.