Merkingar
Þurfir þú að láta merkja bíl, glugga eða láta útbúa skilti, þá erum við með áralanga reynslu í hverslags umhverfismerkingum. Við bjóðum upp á leigu og sölu á stórum sem smáum kynningarveggjum fyrir sýningar og ráðstefnur og prentum stóra fleti á hágæðaprentara. Við leggjum okkur fram við að hafa allan frágang vandaðan og til fyrirmyndar og ráðleggjum kúnnum okkar hvað hentar hverju sinni.