Sagan

Upphafið

Fyrirtækið Samskipti var stofnað árið 1978 með það að markmiði að reka almenna ljósritunarstofu með sérstaka áherslu á ljósprentun tækniteikninga. Stofnendur voru þeir Árni Zophaníasson og Jóhann Ísberg. Skömmu síðar var ráðinn fyrsti starfsmaðurinn, Eiríkur Víkingsson, og varð hann jafnframt meðeigandi fyrirtækisins.

Á níunda áratugnum var stefnan mörkuð enn frekar og skilgreindu Samskipti sig fyrst og fremst sem þjónustufyrirtæki fyrir mannvirkjahönnuði. Arkitektar og tækni- og verkfræðingar urðu helstu viðskiptavinirnir og einkunnarorð fyrirtækisins – hraði, gæði og þjónusta – tóku mið af framtíðarstefnu þess.

Sem dæmi um þjónustuna má nefna sendingaþjónustu fyrirtækisins en tvisvar á dag fóru starfsmenn Samskipta á allar helstu arkitekta- og verkfræðistofur í þeim tilgangi að sækja og sendast með teikningar til viðskiptavina en einnig sáu Samskipti um að koma teikningum til annarra aðila svo sem byggingafulltrúa og hinna ýmsu byggingastaða. Oft og tíðum var unnið allan sólarhringinn við að klára tiltekin útboðsverkefni eða önnur verkefni sem viðskiptavini vanhagaði um í tímaþröng.

Frá þessum tíma er hægt að fullyrða að Samskipti hafi með einum eða öðrum hætti komið að öllum meiriháttar mannvirkjagerðum á Íslandi. Hægt væri að nefna fjölmörg dæmi svo sem virkjanir, stóriðju og ýmis byggingarverkefni eins og Seðlabanka Íslands, Flugstöðina í Keflavík, Kringluna, Smáralindina, Perluna og Ráðhús Reykjavíkur.

Tímamót

Árið 1986 var stofnað hlutafélag um rekstur Samskipta og um svipað leyti flutti fyrirtækið í stærra húsnæði í Síðumúla 4. Fljótlega upp úr því hélt tölvuvæðingin innreið sína í fyrirtækið og fyrsti, stóri svart-hvíti prentarinn var keyptur. Þá tóku verkefni að berast Samskiptum á tölvutæku formi og nú er svo komið að 80% allra verkefna berast Samskiptum eftir rafrænum leiðum.

Aukin umsvif

Fyrsta útibú Samskiptavar stofnað í október 1991 að Hallveigarstíg 1. Þar var fjárfest í miklum vélakosti, þ.á m. stærstu ljósritunarvél landsins. Í kjölfarið jukust umsvif félagsins til muna.Fyrsti stóri litaprentarinn var keyptur 1992 og þá hófst litvæðing í stórprenti Samskipta og hægt var að veita fjölþættari þjónustu; síðan hafa fjölmargir bæst við. Annað útibúið var svo opnað í Borgartúni 3, sumarið 1993 og um það leyti keypt önnur stærsta teikningaljósritunarvél landsins.

Samskipta- og auglýsingastofur og markaðsstofur stærri fyrirtækja bættust nú óðum í viðskiptavinahóp fyrirtækisins. Fjölbreytni verkefna jókst að sama skapi og nú framleiða Samskipti m.a. veggspjöld af öllum stærðum, sýningarbása fyrir vörusýningar, tauprent, límskurð og merkingar, upplímingar, innrammanir og skylda þjónustu.

Einnig selja Samskipti sýningakerfi, bæklingastanda, borð o.fl. sem tengist þátttöku í sýningum auk ramma, skilta og annars er lýtur að fullvinnslu stórra prentgripa.

Verkefnin
Vinnuteikningar – í lit eða svart-hvítu. Þar með taldar tölvuteikningar, prentaðar á pappír eða önnur efni; ljósritanir af frumritun, bæði úr pappír og plasti; plasthúðun vinnuteikninga, veggspjalda o.fl.; stækkun og minnkun teikninga; heftun og líming á teikningasettum o.fl.

Gólf-, bíla- og gluggamerkingar
Gólfmerkingar. Prentun ljósmynda og texta á sterkan dúk sem þolir mikinn ágang (t.d. augl. á gólf íþróttahúsa)
Bílamerkingar. Ljósmyndir og texti prentaður á dúk sem límdur er á bíla.
Gluggamerkingar. Prentun á filmu sem límd er ýmist utan eða innan á glugga.

Plasthúðun og líming
Setjum myndir á plötu og plöstum yfir með möttu eða glansandi plasti. Margar gerðir af plötum.
Límfilma sett öðrum megin á myndina.
Plasthúðum myndir báðum megin með möttu eða glansandi plasti svo unnt er að rúlla henni upp.

Baklýsingarfilmur og strigaprentun
Baklýstar auglýsingar (ljósakassar) og „olíumálverk“ í fullum litum.
Baklýsingarfilmur. Auglýsingar í ljósakassa fanga athyglina og auka sölu.
Prentun á striga. Gefur skemmtilega áferð. Virkar eins og olíumálverk.

Skönnun
Teikningar og textar.
Skönnun teikninga á tölvutækt form.
Vektorun. Teikning eða hluti hennar er þýddur þannig að hægt er að vinna hana frekar í CAD-forritum.
Texti skannaður og unninn þannig að hann nýtist í ritvinnsluforritum.
Gagnageymsla. Tölvuskrám komið fyrir í gagnagrunni og þær afritaðar á geisladiska.

Límstafir og merkingar
Útskornar límfilmur í öllum regnbogans litum eru mikið notaðar til merkinga glugga í verslunum og fyrirtækjum. Auk gluggamerkinga má nota útskorna límstafi og merki til að merkja skilti, gólf, bíla, báta og margt margt fleira. Þetta eru snyrtilegar merkingar sem fanga augað.

Smáprent
Bæklingar. Prentaðir báðum megin í fullum litum.
Matseðlar prentaðir og plastaðir í þykkt plast.
Nafnspjöld í lit. Hraðafgreiðsla.

Bækur, pésar
Skýrslur, handbækur, útboðsgögn, ritgerðir o.fl. í lit og svart-hvítu.
Kjöllíming á bókum. Límingin er sterk og haldast bækurnar vel opnar. Hámarksþykkt er 5 cm, eða 500, 80 g blaðsíður. Vírgormaðar bækur. Kjörin lausn fyrir handbækur, kynningarefni og jafnvel námsbækur þar sem bækurnar haldast vel opnar. Hámarksþykkt er 2,4 cm, um 240, 80 g blöð.
Heftun. Unnt að hefta í miðju eða horn. Kjörið fyrir litla pésa eða stuttar skýrslur.
Litljósritun. Ljósritum t.d. bóka- og bæklingakápur eða spjöld og innihald í fullum litum.

Vörusýningar og ráðstefnur
Sýningarveggir, myndir, bæklingar, nafnspjöld, barmmerki
Premier sýningarveggir. Seljum og setjum upp sýningarveggi og standa. Fjöldi samsetningarmöguleika.

„Stórmyndir“. Útbúum risastórar myndir eða auglýsingaspjöld fyrir sýningarbása.

Prentum einnig bæklinga, nafnspjöld og barmmerki fyrir sýningar, ráðstefnur eða önnur sérstök tilefni. Allt í lit.

Fyrirtækið: Samskipti ehf.
Aðsetur: Síðumúla 1

———————————————————————-

Nokkur hundruð aðilar eiga daglega viðskipti við Samskipti. Allt frá einstaklingum sem vantar eitt ljósrit upp í stór fyrirtæki sem krefjast skjótra úrlausna og vandaðrar þjónustu á stórum og flóknum verkefnum. Til að mæta þessum óskum eru Samskipti með afar afkastamikinn og fullkominn tækjakost, afgreiðslutíma allan sólarhringinn og aðsetur í Síðumúla 1.

Þau vígorð sem í upphafi vörðuðu stefnu fyrirtækisins hafa ekkert breyst og einungis fengið meira vægi í aukinni samkeppni. Gæði, hraði og þjónusta – eru þeir þættir sem við aldrei slökum á við að framfylgja.

Þess má geta að Samskipti hafa þjónustað hundruð fyrirtækja vegna þátttöku í sýningum – hérlendis sem erlendis.