Bókband

Bjóðum upp á ýmsa möguleika í bókbandi. Við erum með gorma í öllum stærðum og ýmsum litum. Kjöllíming er sú tegund innbindingar sem er hvað mest í vexti hjá okkur og sú hefðbundna innbindingaraðferð að hefta og líma yfir kjöl er að sjálfsögu bara klassísk. Fjölmargar útfærslur á kápum eru í boði. Innbinding í gorm, með glæru að framan og spjaldi í bak, er vinsælast sem fyrr. Þar að auki má nefna að hefta kili, heilprenta forsíðu sem er felld og límd í bókbandi yfir kjöl og svo „unibind“ límkilina sem eru í harðri sókn inn á bókbandsmarkaðinn.