subpages_headers_samskipti_prentun_kynningarefni

Kynningarefni

Við prentum kynningarefni á hagvæmam hátt og vegna stafræns tækjakosts bjóðum við hraða og vandaða þjónustu í smáum sem stórum upplögum. Vanti þig að láta prenta nafnspjöld, bæklinga, dreifimiða, auglýsingavörur eða hvað sem við gæti komið þínu fyrirtæki getur þú verið viss um að við klárum málið hratt og örugglega.

Bæklingaprentun

Bæklingaprentun er ein allra hagkvæmasta leið sem hægt er að fara í markaðssetningu, ekki síst fyrir smærri fyrirtæki. Bæklinga er hægt að prenta í fullum lit eða svarthvítu. Við bjóðum upp á hagkvæma bæklingaprentun sem hentar vel fyrir hefðbundna bæklinga, leikskrár eða fréttabréf af ýmsu tagi. Hægt er að binda bæklinga saman á bæði stutthlið og langhlið prentunar.

Litprentun bæklinga

Bæklingar hafa alltaf verið vinsæl aðferð við að kynna viðburði eða fyrirtæki – þeim er auðvelt að dreifa á almannafæri eða með markpósti beint til heimila og fyrirtækja. Að prenta litabækling hjá Samskiptum er frábær leið til að kynna viðburð eða sérstakt tilboð hjá þínu fyrirtæki.

Kynningarbæklingar


Prentaðu áberandi og litríka kynningarbæklinga í fullum lit til að auglýsa hvaða rekstur sem er, t.d. bar, veitingastað, hótel, snyrtistofu, hárgreiðslustofu, næturklúbb, leikhús, kirkju, pípulagningaþjónustu, rafmagnsþjónustu, rakarastofu – listinn er ótæmandi. Vitanlega er hægt að prenta báðum megin á bæklinginn ef það hentar þér og þínu markmiði.

Hraðprentun bæklinga


Að öllu jöfnu eru bæklingar prentaðir á léttari pappír (100-150 gramma). Með þessum hætti náum við að halda niðri kostnaði við prentunina. Stafræn prentun gerir okkur kleift að bregðast fljótt við þínum þörfum – komdu því með hugmynd að bæklingi sem þú þarft fljótt!

Frágangur bæklinga


Við getum prentað bæklinginn þinn á fjölmargar ólíkar pappírstegundir, t.d. óhúðaðan pappír, pappír með glans- eða silkiáferð. Bæklinginn þinn er hægt að sauma, hefta, vírbinda eða „PERFECT BOUND“?

Bæklingahönnun


Við bjóðum upp á sérstaka hönnunarþjónustu þar sem þú getur sjálfur sett upp bæklinginn þinn á netinu. Kíktu á netprent.samskipti.is og hannaðu bæklinginn á þægilegan og fljótlegan hátt.